Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 25. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Fótboltamenn safna pening í baráttuna við kórónaveiruna
Fótboltamenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ýtt af stað átaki til að safna pening í baráttunni við kórónaveiruna.

Átakið hefur verið auglýst á samfélagsmiðlum í dag undir merkinu #FootballUnited.

Hector Bellerin, Aaron Wan-Bissaka, Reece James, Ryan Sessegnon, Andros Townsend og Callum Wilson hafa allir tekið þátt í verkefninu.

Þeir eru að auglýsa styrktarsíðu þar sem fólk getur lagt til pening.

Athugasemdir
banner
banner