mið 25. mars 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi hjólar heima - Langt í næstu æfingu Everton
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Everton hefur ekki æft í tæpar þrjár vikur vegna kórónuveirunnar og Gylfi ræddi áhrif veirunnar á Englandi í viðtalinu.

Enska úrvalsdeildin hefst í fyrsta lagi aftur 30. apríl og Gylfi segir ljóst að Everton æfir ekki fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl.

„Það eru allavega þrjár vikur þangað til að við æfum næst með liðinu. Þetta eru skrýtnir tíma núna. Við erum að hjóla og reyna að hlaupa eitthvað heima," sagði Gylfi í Bítinu.

Gylfi hefur farið nokkrum sinnum úti að hlaupa en hann reynir frekar að hjóla til að halda sér í formi. „Malbikið er ekki að fara rosalega vel í mig og ég hjóla meira heldur en að hlaupa," sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner