Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 25. mars 2023 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Glódís hafði betur í titilslag gegn Sveindísi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FC Bayern 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Georgia Stanway ('83, víti)


Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá FC Bayern sem tók á móti Wolfsburg í titilbaráttuslag í þýska boltanum.

Wolfsburg var með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar fyrir viðureignina og því mikið undir fyrir bæði lið þegar þau mættu til leiks í dag.

Leikurinn var jafn og bragðdaufur en gestirnir frá Wolfsburg ákváðu að skipta Sveindísi Jane Jónsdóttur inn af bekknum á 59. mínútu til að hrista aðeins í sóknarleiknum.

Sú skipting leiddi ekki að sigurmarki fyrir Wolfsburg, í staðinn voru það Bæjarar sem fengu dæmda vítaspyrnu á lokakafla leiksins og steig enska landsliðskonan Georgia Stanway á punktinn. Henni brást ekki bogalistin og reyndist þetta sigurmark leiksins.

Dýrmætur 1-0 sigur Bayern staðreynd og eru Glódís og stöllur á toppi þýsku deildarinnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður hjá Bayern, sem er með 43 stig eftir 16 umferðir.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 13 12 1 0 51 4 +47 37
2 Wolfsburg W 13 10 1 2 46 19 +27 31
3 Werder W 14 8 3 3 22 17 +5 27
4 Hoffenheim W 14 8 1 5 29 19 +10 25
5 Eintracht Frankfurt W 14 7 2 5 34 28 +6 23
6 Bayer W 13 7 1 5 21 21 0 22
7 Freiburg W 14 6 3 5 25 22 +3 21
8 Koln W 13 5 3 5 18 18 0 18
9 Union Berlin W 14 4 3 7 19 28 -9 15
10 Nurnberg W 14 4 3 7 19 35 -16 15
11 RB Leipzig W 13 4 1 8 20 28 -8 13
12 Essen W 14 2 3 9 10 32 -22 9
13 Hamburger W 13 1 4 8 12 35 -23 7
14 Carl Zeiss Jena W 14 1 3 10 12 32 -20 6
Athugasemdir