Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Stjarna Úkraínu gæti náð leiknum á morgun - „Við höldum í vonina“
Icelandair
Viktor Tsygankov
Viktor Tsygankov
Mynd: Getty Images
Serhiy Rebrov, þjálfari úkraínska landsliðsins, heldur í vonina um að Viktor Tsygankov verði klár í slaginn gegn Íslandi í úrslitaleik EM-umspilsins á morgun.

Tsygankov er einn af lykilmönnum úkraínska liðsins en hann var ekki með í 2-1 sigrinum á Bosníu og Hersegóvínu í undanúrslitum umspilsins.

Vængmaðurinn hefur slegið í gegn með liði Girona í La Liga á tímabilinu þar sem hann hefur komið að tíu mörkum.

Hann er ekki síður mikilvægur fyrir landslið Úkraínu, en Tsygankov hefur aðeins æft síðustu tvo daga og er því stórt spurningarmerki fyrir leikinn á morgun.

„Við höldum í vonina. Hann hefur verið að æfa síðustu daga, þannig við munum taka ákvörðun á morgun. Hann hefur aðeins æft síðustu tvo daga, þannig líkamlegt ástand hans er það mikilvægasta í augnablikinu,“ sagði Rebrov við úkraínska miðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner