Víkingur R. 0 - 1 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson ('5)
Rautt Spjald: Sölvi Geir Ottesen, Víkingur R. ('76)
                
                                    0-1 Óskar Örn Hauksson ('5)
Rautt Spjald: Sölvi Geir Ottesen, Víkingur R. ('76)
Víkingur R. mætti KR í Reykjavíkurslag og síðasta leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla.
Gestirnir úr Vesturbænum voru snöggir að komast yfir. Óskar Örn Hauksson var þá réttur maður á réttum stað og skoraði eftir að boltinn datt fyrir fætur hans.
Leikurinn varð leiðinlegur eftir markið og gerðist lítið marktækt. Á 70. mínútu komst KR nálægt því að tvöfalda forystuna en Logi Tómasson bjargaði á marklínu.
Skömmu síðar fékk Sölvi Geir Ottesen beint rautt spjald fyrir það sem virtist vera olnbogaskot.
Meira marktækt gerðist ekki og taka KR-ingar punktana með heim eftir bragðdaufan leik. KR er með 11 stig í 2. sæti deildarinnar á meðan Víkingur er enn án sigurs, í næstneðsta sæti með 3 stig.
				Stöðutaflan
								
 
								
			
		| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        


