Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos orðaður við bæði United og Liverpool
Powerade
Sergio Ramos er orðaður við Manchester United og Liverpool.
Sergio Ramos er orðaður við Manchester United og Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hazard er eins og svo oft áður í slúðurpakkanum.
Hazard er eins og svo oft áður í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Welbeck er sagður á leið til Everton.
Welbeck er sagður á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson, sóknarmaður Bournemouth.
Callum Wilson, sóknarmaður Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Það er allt að fara á fullt á félagaskiptamarkaðnum. Hér kemur slúðurskammtur dagsins.

Manchester United er í baráttunni um að kaupa Antoine Griezmann (28) frá Atletico Madrid. Efasemdir hafa vaknað um það hvort hann sé á leið til Barcelona. (Independent)

Sergio Ramos hefur verið í 14 ár hjá Real Madrid en er nú að íhuga framtíð sína hjá félaginu. Manchester United og Liverpool eru á meðal þeirra félaga sem hafa sett sig í samband við umboðsmann hans. Juventus er líka sagt áhugasamt. (AS)

Arsenal ætlar að selja Henrikh Mkhitaryan (30) í sumar. (Sun)

Marcos Alonso (28), bakvörður Chelsea, gæti íhugað að fara í sumar þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan fimm ára samning síðastliðinn október. (Evening Standard)

Eden Hazard (28), kantmaður Chelsea, vill að skipti sín til Real Madrid verði kláruð fyrir 4. júní. Félögin eru enn að ræða saman og eru 26 milljónum punda frá því að komast að samkomulagi. Real býður 86 milljónir punda á meðan Chelsea vill fá 112 milljónir punda fyrir Hazard. (Mirror)

David de Gea (28), markvörður Manchester United, færist ekki neitt nær því að skrifa undir nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar á næsta ári. (Sky Sports)

Everton er líklegasta félagið til að fá Danny Welbeck (28) á frjálsri sölu frá Arsenal í sumar. (Evening Standard)

Tottenham er að plana að eyða 80 milljónum punda í tvo leikmenn Bournemouth; Callum Wilson (27) og David Brooks (21). (Mail)

Arsenal og Manchester United hafa bæði áhuga á miðjumanninum Adrien Rabiot (24). Hann verður samningslaus í næsta mánuði. (Star)

Arsenal er einnig að undirbúa tilboð í Ryan Fraser (25) kantmann Bournemouth sem metinn er á 30 milljónir punda. (Mirror)

Liverpool vill fá 15 milljónir punda fyrir hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne (28). Hann er að vekja áhuga hjá Crystal Palace, West Ham og Bournemouth sem og hjá ítalska félaginu Napoli. Clyne var í láni hjá Bournemouth á seinni hluta tímabilsins. (Sky Sports)

Atletico Madrid og Valencia hafa áhuga á því að fá sóknarmanninn Radamel Falcao (33) frá Mónakó. Falcao lék með Atletico frá 2011 til 2013. (L'Equipe)

Andre Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham, er við það að vera ráðinn knattspyrnustjóri Marseille í Frakklandi. (Telegraph)

Manchester United er í viðræðum við Stuart Webber, yfirmann íþróttamála hjá Norwich. United vill ráða Webber sem yfirmann knattspyrnumála. (Sun)

United gæti boðið 25 milljónir punda í Sean Longstaff (21), miðjumann Newcastle. (Standard)

Sol Campbell, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins, er stjóri Macclesfield í ensku D-deildinni í dag. Félagið er í fjárhagsvandræðum og hefur Campbell ekki fengið greidd laun í tvo mánuði. Hann ætlar samt að halda áfram í sínu starfi. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner