Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. maí 2020 11:43
Elvar Geir Magnússon
Ensk félög kjósa um að leyfa návígi á æfingum
Á miðvikudag munu félög ensku úrvalsdeildarinnar kjósa um það hvort þau séu tilbúin að taka næsta skref í afléttun á æfingatakmörkunum.

Breska ríkisstjórnin hefur gefið grænt ljós á að návígi verði leyfð á æfingum en hingað til hafa leikmenn þurft að halda fjarlægð.

Áætlað er að halda áfram að setja leikmenn og starfslið í sýnatökur tvisvar í viku.

Næsti fundur varðandi 'Project Restart' endurkomuáætlunina verður svo haldinn á fimmtudag.

Enn eru vonir bundnar við að enska úrvalsdeildin geti farið af stað þann 12. júní.
Athugasemdir