Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. maí 2020 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur
Sif Atladóttir
Sif Atladóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, fer mikinn í Svíþjóð en hún gegnir nú hlutverki í stjórn leikmannasamtaka sænsku deildarinnar og berst fyrir réttindum fyrir þungaða leikmenn.

„Núna þegar maður er aðeins eldri þá er maður með öðruvísi sýn á hvaða hlutir þurfa að breytast," segir Sif sem gengur nú með barn en hún fær hvatninguna frá Bandaríkjunum.

Í bandarísku WNBA-deildinni var sett á laggirnar ný reglugerð í október árið 2018 sem reyndist söguleg og styður við þungaðar konur og mæður. Þar fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum en slíkt á ekki við í Svíþjóð og er í raun ekki til nein sérstök reglugerð um það.

„Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd af þessari reglulgerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp á óléttunni fá hana."

Þannig fá leikmenn og fjölskyldur leikmanna stuðning fá knattspyrnusambandinu. Caroline Seger, leikmaður Rosengård er einnig í stjórn en Sif fékk sæti í stjórn þann 18. maí síðastliðinn.

„Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu."

„Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað varðar þetta en flest félögin eru með viljann til að hjálpa."

„Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta er ótrúlegt skref fram á við í körfuboltanum í Bandaríkjunum og þar er ný reglugerð en þetta er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fotboltanum,"
segir Sif ennfremur í Expressen.

Hlutirnir hafa verið erfiðir vegna áhrifa kórónaveirunnar en hún hefur þurft að eingangra sig frá liðsfélögunum síðustu tvo mánuði.

„Ég hef ekki getað verið með liðsfélögunum því ég er búin að setja mig í sóttkví í tvo mánuði. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum. Þetta reynir á andlega sérstaklega þegar maður er liðsmaður og maður vill vera í kringum liðsfélagana þó svo maður sé ekki að spila. Ég vil styðja liðið."

„Það þarf að púsla öllu saman. Þetta lítur öðruvísi út í kvennaíþróttum þegar maður verður foreldri en hjá körlunum. Þar þarf líkami og sál að vera klár. Þannig er staðan við erum með margar duglegar konur í íþróttum sem þurfa að leggja ástríðuna fyrir íþróttinni til hliðar og það er erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttina,"
sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner