Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður um að Willard snúi aftur til Ólafsvíkur
Harvey Willard lék vel í Ólafsvík í fyrra.
Harvey Willard lék vel í Ólafsvík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru Víkingur Ólafsvík og Fylkir í viðræðum um að enski vængmaðurinn Harley Willard snúi aftur til Ólafsvíkur.

Willard líkaði lífið í Ólafsvík vel en er ekki að finna sig í höfuðborginni og vill snúa aftur.

Hjá Víkingi Ó. skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra en liðið hafnaði í fjórða sæti.

Í lok sumars var hann valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni. Hann gekk svo í raðir Fylkis í nóvember.

Harley er 22 ára Englendingur og fróðlegt að sjá hvort samningar náist um að hann gangi aftur í raðir Ólafsvíkinga eða hvort hann muni taka slaginn með Fylki í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner