Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 14. sæti: Aston Villa
Aston Villa menn fagna á Old Trafford í 0-1 sigri í september.
Aston Villa menn fagna á Old Trafford í 0-1 sigri í september.
Mynd: EPA
Matthew Cash er traustur og öflugur bakvörður.
Matthew Cash er traustur og öflugur bakvörður.
Mynd: Getty Images
Hinn ungi Jabob Ramsey átti flott tímabil.
Hinn ungi Jabob Ramsey átti flott tímabil.
Mynd: Getty Images
Dean Smith var rekinn í byrjun nóvember.
Dean Smith var rekinn í byrjun nóvember.
Mynd: EPA
Steven Gerrard gerði nokkuð vel með Villamenn eftir að hann tók við.
Steven Gerrard gerði nokkuð vel með Villamenn eftir að hann tók við.
Mynd: EPA
Emiliano Buendía skoraði fjögur og lagði upp sex.
Emiliano Buendía skoraði fjögur og lagði upp sex.
Mynd: Getty Images
Danny Ings skilaði sínum mörkum eins og hann gerir alltaf, hér fagnar hann einu þeirra.
Danny Ings skilaði sínum mörkum eins og hann gerir alltaf, hér fagnar hann einu þeirra.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Nú er komið að því að renna yfir gengi Aston Villa á tímabilinu sem er að baki.

Aston Villa menn fóru nokkuð bjartsýnir inni í tímabilið eftir fínt gengi tímabilið 2020/21. Dean Smith var með liðið á góðri braut og styrkti leikmannahópinn vel fyrir tímabilið. Það var því ástæða til bjartsýni þrátt fyrir að hafa misst sinn besta mann til Manchester City, Jack Grealish.

Tímabilið fór ágætlega af stað, kannski að frátöldum fyrsta leiknum sem tapaðist gegn Watford sem og tapi gegn Chelsea í 4. umferð. Uppskeran úr fyrstu 6 leikjum tímabilsins var 10 stig, ekkert afleitt en væntingarnar eflaust meiri. Eftir góða ferð Villa manna á Old Trafford þarf sem þeir kræktu í 3 stig í 6. umferð fór allt á hinn versta veg fyrir Dean Smith og lærisveina hans. Liðið tapaði næstu fimm leikjum sem endaði með því að Dean Smith fékk sparkið.

Þann 11. nóvember var Steven Gerrard staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri Aston Villa. Hann fór vel af stað með liðið sem vann þrjá af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn, töpin tvö komu á móti sterkum andstæðingum, Manchester City og Liverpool. Eftir góða byrjun kom aðeins hikst á gott gengi Villamanna sem héldu þó áfram að tína inn einhver stig. Um mánaðarmótin febrúar/mars komu þrír öflugir og afgerandi sigrar á Brighton, Southampton og Leeds.

Eftir góða sigurhrinu komu fimm leikir í röð án sigurs. Það var ekki fyrr en 30. apríl sem næsti sigur kom, það var gegn Norwich sem féll þar með. Þessum sigurleik náðu þeir að fylgja eftir með öðrum sigurleik, gegn öðru liði sem féll, 1-3 gegn Burnley. Lokaleikur tímabilsins var ansi líflegur, Villamenn fóru á Etihad í leik sem skipti heimamenn öllu máli. Þar létu þeir City-menn heldur betur hafa fyrir hlutunum sem unnu þó að lokum 3-2 sigur. Steven Gerrard kemur þokkalega út úr sínu fyrsta tímabili sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tekið við Aston Villa í nóvember.

Bestu leikmaður Aston Villa á tímabilinu:
Nafn sem kemur kannski úr óvæntri átt en bakvörðurinn Matthew Cash átti virkilega flott tímabil, hann var meðal annars valinn sá besti af stuðningsmönnum Aston Villa. Hann var eini leikmaður liðsins sem spilaði alla 38 leiki tímabilsins, þá skoraði hann þar að auki fjögur mörk sem og lagði upp þrjú. Flott tímabil hjá Matthew Cash.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Ollie Watkins: 11 mörk.
Danny Ings: 7 mörk.
Jacob Ramsey: 6 mörk.
Philippe Coutinho: 5 mörk.
Emiliano Buendía: 4 mörk.
Matthew Cash: 4 mörk.
John McGinn: 3 mörk.
Ezri Konsa: 2 mörk.
Douglas Luiz: 2 mörk.
Leon Bailey: 1 mark.
Calum Chambers: 1 mark.
Anwar El Ghazi: 1 mark.
Kortney Hause: 1 mark.
Tyrone Mings: 1 mark.
Matt Targett: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Emiliano Buendía: 6 stoðsendingar.
Danny Ings: 6 stoðsendingar.
Lucas Digne: 4 stoðsendingar.
John McGinn: 4 stoðsendingar.
Matthew Cash: 3 stoðsendingar.
Philippe Coutinho: 3 stoðsendingar.
Tyrone Mings: 3 stoðsendingar.
Douglas Luiz: 3 stoðsendingar.
Leon Bailey: 2 stoðsendingar.
Ollie Watkins: 2 stoðsendingar.
Ashley Young: 2 stoðsendingar.
Carney Chukwuemeka: 1 stoðsending.
Anwar El Ghazi: 1 stoðsending.
Jacob Ramsey: 1 stoðsending.
Matt Targett: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Matthew Cash: 38 leikir.
Emiliano Martínez: 36 leikir.
Tyrone Mings: 36 leikir.
Emiliano Buendía: 35 leikir.
John McGinn: 35 leikir.
Ollie Watkins: 35 leikir.
Jacob Ramsey: 34 leikir.
Douglas Luiz: 34 leikir.
Danny Ings: 30 leikir.
Ezri Konsa: 29 leikir.
Ashley Young: 24 leikir.
Philippe Coutinho: 19 leikir.
Leon Bailey: 18 leikir.
Matt Targett: 17 leikir.
Lucas Digne: 16 leikir.
Marvelous Nakamba: 16 leikir.
Carney Chukwuemeka: 12 leikir.
Calum Chambers: 11 leikir.
Morgan Sanson: 10 leikir.
Anwar El Ghazi: 9 leikir.
Bertrand Traoré: 9 leikir.
Axel Tuanzebe: 9 leikir.
Kortney Hause: 7 leikir.
Cameron Archer: 3 leikir.
Tim Iroegbunam: 3 leikir.
Keinan Davis: 1 leikur.
Trézéguet: 1 leikur.
Wesley Moraes: 1 leikur.
Robin Olsen: 1 leikur.
Jaden Philogene-Bidace: 1 leikur.
Jed Steer: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Aston Villa vörnin fékk á sig 54 mörk á tímabilinu, þetta er talsverð afturför frá síðasta tímabili þegar liðið fékk á sig 46 mörk. Aston Villa tókst þó að halda markinu hreinu í 11 leikjum þrátt fyrir að hafa fengið á sig þennan fjölda af mörkum, aðeins 6 lið héldu hreinu oftar.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Bakvörðurinn öflugi Matthew Cash skoraði hæst af leikmönnum Aston Villa, fékk alls 147 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Aston Villa fyrir tímabilið?
Fréttaritarar Fótbolta.net spáðu Aston Villa 11. sæti fyrir tímabilið, 14. sætið var hins vegar niðurstaðan.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner