Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi gæti tekið við Udinese
Mætast bræðurnir í Seríu A á næsta tímabili?
Mætast bræðurnir í Seríu A á næsta tímabili?
Mynd: Getty Images
Ítalska A-deildarliðið Udinese er alvarlega að íhuga það að ráða Filippo Inzaghi til félagsins en þetta kemur fram á Sky Italia.

Eftir magnaðan knattspyrnuferil þar sem hann lék með liðum á borð við Parma, Atalnta, Juventus og MIlan ákvað Filippo að halda út í þjálfun.

Hann byrjaði að þjálfa unglingalið Milan áður en hann tók við aðalliðinu til bráðabirgða árið 2014 eftir að Clarence Seedorf var rekinn úr starfi,

Filippo hefur síðan þá þjálfað Venezia, Bologna, Benevento og Brescia en hann var látinn fara í mars á þessu ári.

Hann gæti nú verið á leið aftur í Seríu en Udinese er alvarlega að íhuga að ráða hann. Filippo gæti því enn og aftur mætt bróður sínum, Simone, sem er aðalþjálfari Inter.

Udinese hafnaði í 12. sæti deildarinnar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner