Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. maí 2022 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ræddi við Hólmar - „Maður er með nei en getur fengið já"
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári. Hólmar vildi verja tíma sínum með fjölskyldu sinnni.

Sjá einnig:
Tvær ástæður fyrir ákvörðun Hólmars sem tekin var í maí (1. nóv '21)

Hólmar tók þessa ákvörðun þegar hann var leikmaður Rosenborg í Noregi. Í vetur samdi hann við Val og spilar í Bestu deildinni hér á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson ákvað því að heyra aftur í Hólmari.

Hvernig voru samskiptin við Hólmar og teluru að það sé skortur af kostum í hafsentastöðurnar?

„Ég talaði við Hólmar. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans sem leikmanns. Það er ekki langt síðan hann var á háu leveli hjá Rosenborg og hefur byrjað tímabilið vel með Val."

„Í fyrra tilkynnti hann mér að hann ætlaði sér að einbeita sér að sínum ferli. Maður er með nei en getur fengið já."

„Ég bjallaði í hann og hann hugsaði málið aðeins en ákvað að þetta væri orðið ágætt."

„Hugsunin á bakvið símtalið er sú að hann er mjög góður leikmaður og að mínu mati enn einn af okkar bestu hafsentum. Við erum með Brynjar sem er mjög efnilegur hafsent en við vitum að það þarf stuðning, að vera með reynslu í hjarta varnarinnar."

„Við eigum ekkert hundrað hafsenta og eigum heldur ekkert hundrað miðjumenn,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner