Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 25. maí 2022 20:26
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar Páll: Bara eitt lið á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var nú bara ljómandi fín og karakter í þessu að vinna þetta og klára þetta, þangað til að við vorum einum fleiri þá fannst mér bara eitt lið á vellinum og hérna í fyrri hálfleik síðan náðu þeir að þrýsta okkur svolítið niður þarna síðustu 20 mínúturnar sem var algjör óþarfi en við kláruðum það og Óli varði frábærlega tvisvar, þrisvar og þetta er nú oft hættulegt," sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

Við erum bara með mjög gott lið og okkur hefur gengið ágætlega í vetur með lið úr Bestu deildinni".

Lengjudeildarlið Fylkis vann góðan 2-1 sigur á ÍBV sem leikur í Bestu deildinni. Leikurinn var tvískiptur þar sem að heimamenn yfirspiluðu gestina frá Vestmannaeyjum í fyrri hálfleik. Vestmannaeyingar bitu þó frá sér og spiluðu betur í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Rúnar Páll gat ekki verið annað en sáttur við frammistöðu síns liðs. Úrslitin þýða að Fylkismenn séu komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla.

„Við fengum líka fín upphlaup og við  hefðum geta komist í 3-1 og 4-1 þannig að við hefðum alveg geta skorað fleiri mörk á þá".

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner