Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. maí 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Iniesta kveður Vissel Kobe en ætlar ekki að hætta
Iniesta hefur verið í hlutverki varamanns á þessu tímabili.
Iniesta hefur verið í hlutverki varamanns á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Andrés Iniesta, fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, mun yfirgefa Vissel Kobe í sumar eftir fimm ára veru hjá japanska félaginu.

Iniesta er 39 ára og mun spila sinn síðasta leik fyrir félagið þann 1. júlí, á miðju tímabili í J-deildinni.

Iniesta hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum á þessu tímabili, í öllum sem varamaður. Vissel er á toppi deildarinnar.

Iniesta, sem var 22 ár hjá Barcelona og vann 32 titla í 674 leikjum, segist ekki ætla að leggja skóna á hilluna í sumar þó hann kveðji japanska félagið.

„Ég hélt alltaf að ég myndi ljúka ferlinum hér í Japan en hlutirnir hafa ekki þróast eins og ég vildi. Síðustu mánuði hef ég æft gríðarlega vel til að fá stærra hlutverk í liðinu en mér finnst þjálfarinn vera með aðrar áherslur," segir Iniesta.
Athugasemdir
banner
banner
banner