fim 25. maí 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Napoli reynir að lokka Luis Enrique
Enrique er fyrrum landsliðsþjálfari Spánar.
Enrique er fyrrum landsliðsþjálfari Spánar.
Mynd: Getty Images
Napoli reynir að lokka Luis Enrique til sín en allt stefnir í að Luciano Spalletti verði látinn fara þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum með glæsibrag.

Samband Spalletti og forsetans Aurelio De Laurentiis er ekki gott og útlit fyrir að samstarfið geti ekki haldið áfram.

Corriere dello Sport segir að Spánverjinn Enrique sé efstur á blaði Napoli og De Laurentiis reyni allt sem hann getur til að sannfæra hann.

Enrique er fyrrum þjálfari spænska landsliðsins og fyrrum stjóri Barcelona. Hann vann spænska titilinn með Börsungum 2015 og 2016 og Meistaradeildina 2015.

Verið er að undirbúa tveggja ára samning við Enrique. Ef hann hafnar tilboðinu gæti verið horft til Thiago Motta hjá Bologna eða Vincenzo Italiano hjá Fiorentina.
Athugasemdir
banner
banner
banner