Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Fjögurra marka jafntefli á N1-vellinum
Úlfur Ágúst tryggði FH jafntefli
Úlfur Ágúst tryggði FH jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 2 - 2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('28 )
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('45 )
2-1 Jónatan Ingi Jónsson ('63 )
2-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('75 )
Lestu um leikinn


Það var hörku leikur í kvöld þegar Valur fékk FH í heimsókn.

Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir þegar hann skoraði með lúmskum skalla eftir hornspyrnu frá Kjartani Kára.

Orri Sigurður sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu hinu megin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiksins.

Jónatan Ingi kom Val yfir eftir frábært einstaklingsframtak sem endaði með því að hann setti boltann framhjá Sindra úr þröngu færi.

Það var síðan Úlfur Ágúst sem tryggði FHingum stig eftir glæsilegan undirbúning hjá Sigurði Bjarti. Hann sendi boltann út í teiginn og Úlfur mætti og kláraði færið.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner