Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   lau 25. maí 2024 22:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Heimir vildi fara með  meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Heimir vildi fara með meira en eitt stig heim frá Valsvellinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir, þú baðst liðið um að fara að spila fótbolta í fyrri hálfleik og það gekk nú ágætlega í dag? „Það gekk mjög vel. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik bæði varnarlega og sóknarlega," svaraði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2 - 2 jafntefli við Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Heimir var með ákall í viðtali eftir síðasta leik gegn KR að FH-liðið færi að spila fótbolta í fyrri hálfleik en ekki byrja bara í hálfleik eins og hefur gerst oft í sumar.

„Við spiluðum góðan bolta, leystum pressuna þeirra með stuttum og lengri sendingum og náðum að færa boltann. Við vorum með línuna hátt og þéttir. Þetta var heilt yfir mjög góður fyrri hálfleikur fyrir utan að við misstum aðeins einbeitinguna í hornspyrnunni. Við sköpuðum mjög góð færi og vorum heilt yfir mjög góðir í þessum leik. Þess vegna voru vonbrigði að við skyldum ekki fá meira út úr honum."

Þessi breyting að ná liðinu í gang strax í byrjun leiks núna, er það huglægt eða taktískt? Hverju breyttirðu?

„Við töluðum um það í vikunni að við þurfum að byrja leikina betur. Við gerðum það í dag og þá lærum við af því og mætum klárir næst líka. Þó við höfum verið mjög góðir í fyrri hálfleik þá vorum við líka góðir í seinni hálfleik. Heilt yfir fín frammistaða og vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum."

Þetta var þriðji leikur FH í röð í deildinni án sigurs; gegn Víkingi, KR og svo Val í kvöld. Eru þetta ekki bara sterkari lið en FH?

„Ég veit það nú ekki, Víkingur er besta lið landsins, KR-liðið er ekki sterkara en við þessa stundina og við hljótum að vilja mæla okkur við þessi lið. Okkur tókst það í kvöld."
Athugasemdir