Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   lau 25. maí 2024 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neðra-Breiðholtinu
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Lengjudeildin
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var mjög góður seinni hálfleikur. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik, náðum ekki að halda boltanum og náðum ekki þremur sendingum í röð á milli okkar," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Dalvík/Reynir

ÍR var 1-0 yfir í hálfleik og einum manni fleiri eftir að Abdeen Abdul, sóknarmaður Dalvíkinga, fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok hálfleiksins. Manni færri voru Dalvíkingar virkilega góðir og þeir náðu að koma til baka.

„Mér fannst það vera réttur dómur. Við verðum að tala aðeins betur um þetta á morgun á æfingu. Það gengur ekki að fá svona heimskuleg rauð spjöld og skilja liðið eftir tíu á móti ellefu. Það á ekki að koma fyrir aftur. Þetta var alveg 100 prósent réttur dómur," sagði Dragan um rauða spjaldið en hann var ánægður með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleik.

„Við höfum oft séð það í fótbolta að það kveikir í liði að fá rautt spjald og það gerðist með okkur. Þetta var mjög góður seinni hálfleikur hjá okkur og við eigum að vinna leikinn. Það er mín skoðun. Við komum inn í klefa og vorum rólegir í hálfleik. Við vissum að við gætum spilað betur því þetta var versti fyrri hálfleikur okkar í kannski eitt og hálft ár. Við skipulögðum okkur og töluðum um hvað við ætlum að gera betur, og við gerðum það bara."

Af hverju var fyrri hálfleikurinn svona lélegur?

„Ég veit það ekki. Það er slæmt þegar þjálfari kemur í viðtal eftir leik og segir að liðið sitt hafi ekki mætt til leiks. Þetta er mjög skrítið en gerist stundum í fótbolta. Við náðum ekki að spila vel."

Dalvíkingar skoruðu undir lokin mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var mjög tæpt en flaggið fór á loft.

„Það eru góðir menn búnir að skoða þetta á myndbandi og þeir segja allir að þetta hafi 120 prósent verið mark. Við erum mjög svekktir að vinna ekki leikinn, en það gera allir mistök. Hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða dómarar. Auðvitað er þetta svekkjandi. Það er alltaf betra að fá þrjú stig en að ná í eitt stig manni færri, ég get verið ánægður með það."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af rangstöðumarkinu. Viðtalið í heild sinni er svo í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Dragan meira um byrjunina hjá Dalvíkingum í sumar en þeir ætla sér að halda áfram að ná í stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner