Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 25. júní 2018 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Valur úr leik eftir flautumark
Arnór Gauti skoraði sigurmark Blika.
Arnór Gauti skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Raggi Óla
Valur 1 - 2 Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('20 )
1-1 Sigurður Egill Lárusson ('51 )
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('93 )
Lestu nánar um leikinn

Það vantaði ekki dramatíkina þegar Breiðablik heimsótti Íslandsmeistara Vals í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Flautumark og læti
Valsmenn voru ákveðnari í byrjun í þessum stórleik 8-liða úrslitanna en það voru Blikar sem komust yfir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom Blikum eftir sendingu Willums Þórs Willumssonar. Framtíðarleikmenn að sjá um markið sem verður þó einnig að skrást á vörn Vals.

Staðan var 1-0 fyrir gestina í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum jöfnuðu Valsmenn. Sigurður Egill Lárusson skoraði þá eftir sendingu Andra Adolphssonar. Sendingin sigldi fram hjá varnarmönnum Blika og í lappirnar á Sigurði Agli sem skoraði.

Staðan 1-1 og það virtist stefna í framlengingu þangað til á 93. mínútu þegar Arnór Gauti Ragnarsson, sem komið hafði inn á sem varamaður, skoraði og tryggði sigurinn. Flautumark og Breiðablik er komið í undanúrslit. Valur situr eftir með sárt ennið.

FH komst fyrr í kvöld áfram en leikur Þórs og Stjörnunnar fer í framlengingu. Þar er enn markalaust. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner