Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júní 2019 21:13
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso-kvenna: FH sigraði Hafnarfjarðarslaginn - Auðvelt hjá Þrótti R.
Lauren Wade skoraði tvö í kvöld.
Lauren Wade skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferð Inkasso-deildar kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum.

Þróttur tók á móti ÍA á Eimskipsvellinum í Laugardal. Linda Líf Boama náði forystunni fyrir Þrótt á upphafsmínútunum þegar hún skoraði laglegt mark efir að hafa snúið varnarmenn ÍA af sér.

Þróttur tvöfaldaði forystuna þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Linda Líf átti þá snyrtilega sendingu inn fyrir vörn ÍA og Lauren Wade náði til boltans og setti hann í netið. 2-0 í hálfleik.

Linda og Lauren voru aftur á ferðinni í síðari hálfleik. Linda fann þá Lauren í fætur rétt fyrir utan teig sem skoraði sitt áttunda mark í sumar.

Þróttur á toppi deildarinnar með fimmtán stig á meðan ÍA er í því þriðja með ellefu stig.

Smelltu hér til þess að lesa meira um leikinn.

FH sigraði Hafnarfjarðarslaginn
Haukar tóku á móti grönnum sínum í FH á Ásvöllum. Sannkallaður nágrannaslagur.

Haukar fengu vítaspyrnu á 24. mínútu eftir að leikmaður FH handlék knöttinn innan vítateigs. Sæunn Björnsdóttir fór á vítapunktinn en Aníta Dögg gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

FH-ingar komust yfir stuttu fyrir hálfleik þegar Selma Dögg skoraði mark úr miðjuhringnum eftir að hún sá hversu framarlega Chante var í markinu hjá Haukum. Ansi snyrtilegt mark en ekki gott hjá Chante.

Birta Georgsdóttir tvöfaldaði forystu FH á 68. mínútu eftir að hafa sloppið ein inn fyrir vörn Hauka. Einungis tveimur mínútum síðar náðu Haukar að minnka muninn þegar Elín Björg Símonardóttir skallaði boltann í netið eftir sendingu Sierre Marie.

Lengra komust Haukarnir ekki og 1-2 sigur FH staðreynd. FH situr í öðru sætinu eftir leiki kvöldsins en Haukar í því sjöunda.

Smelltu hér til þess að lesa meira um leikinn.

Þróttur R. 3 - 0 ÍA
1-0 Linda Líf Boama ('8 )
2-0 Lauren Wade ('28 )
3-0 Lauren Wade ('57 )

Haukar 1 - 2 FH
0-0 Sæunn Björnsdóttir ('24 , misnotað víti)
0-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('42 )
0-2 Birta Georgsdóttir ('68 )
1-2 Elín Björg Símonardóttir ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner