Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. júlí 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Davíð Kristján fékk rautt í tapi
Aron Elís er farinn í danska boltann en hér má sjá Íslendingana þrjá sem eru áfram hjá Álasundi.
Aron Elís er farinn í danska boltann en hér má sjá Íslendingana þrjá sem eru áfram hjá Álasundi.
Mynd: Daníel Leó Grétarsson
Odd 3 - 2 Álasund
1-0 Tobias Lauritsen ('11, víti)
1-1 Simen Nordli ('18)
2-1 Espen Ruud ('37, víti)
2-2 Parfait Bizoza ('43)
3-2 Fredrik Nordkvelle ('90)

Álasund er áfram á botni norsku deildarinnar eftir tap gegn Odd í dag.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasundar ásamt Daníel Leó Grétarssyni og Hólmberti Aroni Friðjónssyni.

Davíð Kristján fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili í stöðunni 1-1 og urðu liðsfélagar hans manni færri þegar ekki nema 22 mínútur voru búnar af leiknum.

Heimamenn í Odd náðu forystunni tvisvar í fyrri hálfleik með mörkum úr tveimur vítaspyrnum en þeir áttu afar erfitt með að brjóta vörn gestanna á bak aftur í síðari hálfleik.

Það tókst ekki fyrr en á lokamínútunum þegar Fredrik Nordkvelle gerði sigurmarkið. Odd er í þriðja sæti sem stendur, með 16 stig eftir 10 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner