Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júlí 2021 13:26
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Spánn og Þýskaland unnu - Japan með fullt hús stiga
Takefusa Kubo skoraði fyrir Japan
Takefusa Kubo skoraði fyrir Japan
Mynd: EPA
Mikel Oyarzabal skoraði sigurmark Spánverja
Mikel Oyarzabal skoraði sigurmark Spánverja
Mynd: EPA
Japan er í góðri stöðu í A-riðli Ólympíuleikanna eftir 2-0 sigur á Mexíkó í dag en liðið er með sex stig af sex mögulegum. Spánn, Suður-Kórea og Þýskaland unnu þá sína leiki.

A-riðillinn er enn opinn fyrir lokaumferðina en má þó segja að Japan er í bestu stöðunni.

Liðið vann Mexíkó 2-1 í dag. Takefusa Kubo kom liðinu yfir á 6. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Ritsu Doan við öðru úr vítaspyrnu.

Johan Vasquez fékk að líta rauða spjaldið í liði Mexíkó á 68. mínútu en þrátt fyrir það tókst Roberto Alvarado að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok. Japan fór þó með sigur af hólmi og er á toppnum með 6 stig.

Mexíkó og Frakkland eru bæði með þrjú stig en Frakkland mætir Japan í lokaumferðinni á meðan Mexíkó spilar við Suður-Afríku.

Í B-riðli átti Suður-Kórea ekki í vandræðum með Rúmeníu en leiknum lauk með 4-0 sigri Kóreumanna. Kang-In Lee skoraði tvö fyrir liðið.

Riðillinn er galopinn. Öll liðin eru með þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Spánn vann Ástralíu 1-0 í C-riðli. Mikel Oyarzabal skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok. Spánverjar eru með fjögur stig á toppnum. Ástralía og Argentína eru með 3 stig en Egyptaland aðeins 1 stig.

Í D-riðlinum þurftu Þjóðverjar að hafa fyrir hlutunum gegn Sádi-Arabíu. Nadiem Amiri kom Þýskalandi yfir snemma leiks en eftir hálftíma jafnaði Sami Al-Najei metin. Ragnar Ache náði þó að koma Þjóðverjum í forystu undir lok fyrri hálfleiks.

Sami Al-Najei jafnaði aftur metin á 50. mínútu og fengu svo vonarneista þegar Amos Pieper var rekinn af velli í liði Þjóðverja á 66. mínútu. Felix Uduokhai slökkti þó í þeim neista á 75. mínútu er hann gerði sigurmark leiksins og náði í fyrstu stig Þýskalands á mótinu.

Þjóðverjar eru með 3 stig í 3. sæti en Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu tveimur sætunum með 4 stig. Sádi-Arabía er á botninum og án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner