sun 25. ágúst 2019 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Pétur hetja Vestra - Selfoss enn á lífi í toppbaráttunni
Markaregn fyrir austan
Pétur skoraði í uppbótartíma fyrir Vestra.
Pétur skoraði í uppbótartíma fyrir Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er lokið i 2. deild karla í dag.

Á Olísvellinum tók Vestri á móti Víði í lykilleik í toppbaráttunni í deildinni.

Isaac Freitas Da Silva kom Vestra yfir eftir rúman hálftíma og þannig var staðan í hálfleik. Mehdi Hadraoui jafnaði leikinn fyrir Víði þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Allt stefndi í jafntefli en á 94. mínútu tryggði Pétur Bjarnason liði Vestra sigurinn og dýrmæt þrjú stig í toppbarátunni.

Selfoss tók á móti Leikni F. í öðrum lykilleik í toppbaráttunni. Kenan Turudija og Þór Llorens Þórðarson sáu um að Selfoss er enn á lífi í toppbaráttunni.

Selfoss er í 3. sæti með 32 stig, Leiknir F. í 2. sæti með 34 stig og Vestri leiðir deildina með 36 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

Í Fjarðabyggðahöllinni tók Fjarðabyggð á móti ÍR í miklum markaleik. Vikotr Örn Guðmundsson kom ÍR yfir á 24. mínútu og ÍR leiddi í hálfleik. Á 42. mínútu fékk Guðjón Máni Magnússon að líta rauða spjaldið hjá Fjarðabyggð.

Eysteinn Þorri Björgvinsson jafnaði leikinn á 57. mínútu en tveimur mínútum síðar kom Ari Viðarsson ÍR aftur yfir. Í kjölfarið skoraði Fjarðabyggð tvö mörk og komst yfir. Gonzalo Gonzales og Jose Luis Vidal Romero með mörkin.

Þegar sjö mínútur lifðu leiks skoraði svo Ágúst Freyr Hallsson þriðja mark ÍR og sjötta mark leiksins og jafnaði leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og eru bæði lið um miðja deild.

Vestri 2 - 1 Víðir
1-0 Isaac Freitas Da Silva ('32)
1-1 Mehdi Hadraoui ('74)
2-1 Pétur Bjarnason ('94)

Selfoss 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Kenan Turudija ('46)
2-0 Þór Llorens Þórðarson ('88)

Fjarðabyggð 3 - 3 ÍR
0-1 Viktor Örn Guðmundsson ('24)
Rautt Spjald: Guðjón Máni Magnússon ('42, Fjarðabyggð)
1-1 Eysteinn Þorri Björgvinsson ('57)
1-2 Ari Viðarsson ('59)
2-2 Gonzalo Gonzales ('65)
3-2 Jose Luis Vidal Romero ('78)
3-3 Ágúst Freyr Hallsson ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner