banner
   sun 25. ágúst 2019 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Rauða spjaldið umdeilda á Þórsvelli í gær
Sigurður Hjörtur veifar rauðu spjaldi (ekki úr leiknum í gær)
Sigurður Hjörtur veifar rauðu spjaldi (ekki úr leiknum í gær)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór og Leiknir R. gerðu í gær 1-1 jafntefli í Inkaso-deild karla. Þór komst yfir með marki frá Alvaro Montejo en Stefán Árni Geirsson jafnaði leikinn á 59. mínútu.

Á 35. mínútu sauð allt upp úr á vellinum. Bjarki Aðalsteinsson, leikmaður Leiknis, fékk beint rautt spjald fyrir brot á Fannari Daða Malmquist og Valur Gunnarsson, starfsmaður Leiknis, fékk einnig reisupassann í kjölfarið fyrir mótmæli.

„BÍDDU HA? Fór svolítið hátt með fótinn í baráttu um boltann og liggur að mér sýnist Fannar Daði eftir. Sigurður tók góðan fund með línuverði og reif upp rauða spjaldið í kjölfarið. Leiknismenn algjörlega trylltir og ég held að þeir hafi eitthvað til síns máls. Verður gaman að fá viðbrögð við þessu eftir leik. Í blaðamannaðstöðunni héldum við að þetta yrði gult spjald, en svo var ekki," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Lestu textalýsingu og skýrslu frá leiknum í gær.

Textalýsandi Fótbolti.net gaf Sigurði Hirti Þrastarssyni 3 í einkunn fyrir dómgæsluna í leiknum(sjá skýrslu).






Athugasemdir
banner
banner