Stjarnan fór í heimsókn á Meistaravelli og mætti KR í Bestu-deildinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 1-2 tapi KR, þar sem Örvar Eggertsson skoraði sigurmark Stjörnunnar undir lok leiks. Markaskorari Stjörnunnar mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
„Þetta var mjög mikilvægur sigur, góð þrjú stig.“
Örvar segir spilamennskuna ekki hafa verið frábæra þrátt fyrir sigur.
„Hún hefði getað verið betri, við getum alveg viðurkennt það. Vantaði að tengja fleiri sendingar og halda boltanum, en þrjú stig. Gott að spila illa og vinna leik.“
Bæði mörk Örvars komu eftir hornspyrnur.
„Mjög mikilvægt að skora úr þessum föstu leikatriðum, mjög flott.“
Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals sem spilar á morgun.
„Það er bara næsti leikur, eitt skref í einu.“
Athugasemdir