Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Áki bjargaði stigi fyrir Dalvík/Reyni - Víðismenn ósigraðir í síðustu fiimm leikjum
Áki Sölvason
Áki Sölvason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víðir er á flugi
Víðir er á flugi
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Víðir er á góðu skriði í 2. deild en liðið hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum.

Liðið fékk Kormák/Hvöt í heimsókn í dag. Gestirnir komust yfir með marki frá Matheus Bettio Gotler en Erlendur Guðnason jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Víðir er í 10. sæti með 19 stig eftir 19 umferðir, tveimur stigum á eftir KFG. Kormákur/Hvöt er í 5. sæti með 29 stig.

KFG fékk Dalvík/Reyni í heimsókn. Elvar Máni Guðmundsson kom KFG yfir eftir klukkutíma leik. Áki Sölvason bjargaði stigi fyrir Dalvík/Reyni þegar hann skoraði sjöunda mark sitt í sumar undir lokin. Eins og fyrr segir er KFG með 21 stig í 9. sæti en Dalvík/Reynir í 4. sæti með 30 stig.


KFG 1 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Elvar Máni Guðmundsson ('60 )
1-1 Áki Sölvason ('83 )

KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson, Benedikt Pálmason (46'), Gísli Snær Weywadt Gíslason, Magnús Andri Ólafsson (72'), Arnar Ingi Valgeirsson, Kári Vilberg Atlason (72'), Elvar Máni Guðmundsson (78'), Daníel Darri Þorkelsson, Djordje Biberdzic (90'), Jökull Sveinsson
Varamenn Tómas Orri Almarsson, Kristján Ólafsson (90'), Jóhannes Breki Harðarson (72'), Arnar Darri Þorleifsson, Dagur Óli Grétarsson (46'), Eyþór Örn Eyþórsson (78'), Henrik Máni B. Hilmarsson (72')

Dalvík/Reynir Auðunn Ingi Valtýsson (m), Þröstur Mikael Jónasson, Alejandro Zambrano Martin, Miguel Joao De Freitas Goncalves, Borja Lopez Laguna, Remi Marie Emeriau, Alex Máni Gærdbo Garðarsson (58'), Bjarmi Fannar Óskarsson (67'), Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, Áki Sölvason, Sævar Þór Fylkisson (67')
Varamenn Hákon Atli Aðalsteinsson, Tómas Þórðarson (67), Aron Máni Sverrisson (58), Hjörtur Freyr Ævarsson (67), Þorri Jón Níelsson, Ísak Andri Maronsson Olsen (m)

Víðir 1 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Matheus Bettio Gotler ('25 )
1-1 Erlendur Guðnason ('30 )

Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia (m), Paolo Gratton (57'), Hammed Obafemi Lawal, Markús Máni Jónsson (73'), David Toro Jimenez, Uros Jemovic, Valur Þór Hákonarson, Erlendur Guðnason, Cameron Michael Briggs, Pablo Castiello Montes, Róbert William G. Bagguley
Varamenn Alexis Alexandrenne (57'), Tómas Freyr Jónsson, Haraldur Smári Ingason, Dominic Lee Briggs (73'), Aron Örn Hákonarson, Þórir Guðmundsson, Jón Garðar Arnarsson (m)

Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Sigurður Pétur Stefánsson, Dominic Louis Furness, Federico Ignacio Russo Anzola, Bocar Djumo, Kristinn Bjarni Andrason, Matheus Bettio Gotler, Jón Gísli Stefánsson, Sigurður Bjarni Aadnegard (79'), Abdelhadi Khalok El Bouzarrari (90'), Indriði Ketilsson
Varamenn Hlib Horan (79), Finnur Karl Jónsson, Haukur Ingi Ólafsson (90), Arnór Ágúst Sindrason, Stefán Freyr Jónsson, Arnar Freyr Ómarsson


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur V. 19 11 3 5 28 - 21 +7 36
2.    Ægir 19 11 2 6 51 - 32 +19 35
3.    Grótta 19 10 5 4 36 - 23 +13 35
4.    Dalvík/Reynir 19 9 3 7 33 - 22 +11 30
5.    Kormákur/Hvöt 19 9 2 8 28 - 32 -4 29
6.    Víkingur Ó. 19 8 4 7 37 - 30 +7 28
7.    Haukar 19 8 4 7 33 - 32 +1 28
8.    KFA 19 8 3 8 48 - 42 +6 27
9.    KFG 19 6 3 10 33 - 45 -12 21
10.    Víðir 19 5 4 10 29 - 34 -5 19
11.    Kári 19 6 0 13 26 - 48 -22 18
12.    Höttur/Huginn 19 4 5 10 24 - 45 -21 17
Athugasemdir