
„Þetta var kaflaskiptur leikur mikið um baráttustöður og annað, missum aðeins finnst mér eftir að við jöfnum 1-1, komum virkilega sterkir í seinni hálfleikinn. Þá hefði ég viljað sjá okkur aðeins klókari í okkar leik svona taktísklega séð, shapeið á liðinu fannst mér við ætluðum að skora tvö þrjú mörk í hverri sókn og opnuðum okkur aðeins sem gerði ÍRingum kleift að komast í nokkrar góðar stöður í lokamínútunum. Mest fúll með það að ná ekki að klára og fylgt eftir þessu jöfnunarmarki með því að skora eitt tvö mörk en þetta var baráttuslagur Breiðholtsslagur sem endar í jafntefli" sagði Ágúst Þór Gylfason eftir jafntefli á heimavelli gegn ÍR.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 ÍR
„Línan var mjög hátt hjá okkur, það þurfti bara einn bolta inn fyrir og þeir nýttu sér það, hann var réttstæður, munaði ekki miklu og kemst einn inn og kláraði vel. Línana hjá mér hefði mátt droppa niður á réttum tíma og hefði mátt gera betur þar. Eins og ég nefndi áðan í hálfleik þá fór ég aðeins betur yfir málin og við vorum mjög rólegir yfir því að vera 1-0 undir í hálfleik og vissum það að við myndum skora, hefði viljað klára þrjú stig á heimavelli".
Ágúst var ekki ánægður með hvernig Leiknir fór alltaf í langa boltann.
„Þar eru einhverjir jákvæðir punktar sem við tökum með okkur í næsta leik en ég hefði viljað bara gera betur, bara enn þá betur, láta boltann rúlla frekar og refsa þeim, við erum með gott fótboltalið en því miður fórum við dálítið í langa boltann og náðum ekki alveg að spila okkar leik, shapeið á liðinu hefði mátt halda betur og láta ÍRingana aðeins vera með boltann og koma kannski betur á okkur ekki bara beita skyndisókn allan tímann, þær voru hættulegar og sköpuðu hættu við mark okkar. Ég hefði viljað halda boltanum hærra upp á vellinum og skapa fleiri færi".
Adam Örn og Bogdan Bogdanovic fóru báðir meiddir út af velli í dag, spurt var um líðan þeirra.
„Ég er ekki alveg klár á því en vonast að þeir verða tilbúnir í næsta leik, við höfum viku í það sirka og þeir þurfa að hugsa vel um sig og passa sig".
Viðtalið við Ágúst má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.