Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 18:54
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var kaflaskiptur leikur mikið um baráttustöður og annað, missum aðeins finnst mér eftir að við jöfnum 1-1, komum virkilega sterkir í seinni hálfleikinn. Þá hefði ég viljað sjá okkur aðeins klókari í okkar leik svona taktísklega séð, shapeið á liðinu fannst mér við ætluðum að skora tvö þrjú mörk í hverri sókn og opnuðum okkur aðeins sem gerði ÍRingum kleift að komast í nokkrar góðar stöður í lokamínútunum. Mest fúll með það að ná ekki að klára og fylgt eftir þessu jöfnunarmarki með því að skora eitt tvö mörk en þetta var baráttuslagur Breiðholtsslagur sem endar í jafntefli" sagði Ágúst Þór Gylfason eftir jafntefli á heimavelli gegn ÍR.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍR

„Línan var mjög hátt hjá okkur, það þurfti bara einn bolta inn fyrir og þeir nýttu sér það, hann var réttstæður, munaði ekki miklu og kemst einn inn og kláraði vel. Línana hjá mér hefði mátt droppa niður á réttum tíma og hefði mátt gera betur þar. Eins og ég nefndi áðan í hálfleik þá fór ég aðeins betur yfir málin og við vorum mjög rólegir yfir því að vera 1-0 undir í hálfleik og vissum það að við myndum skora, hefði viljað klára þrjú stig á heimavelli".

Ágúst var ekki ánægður með hvernig Leiknir fór alltaf í langa boltann.

„Þar eru einhverjir jákvæðir punktar sem við tökum með okkur í næsta leik en ég hefði viljað bara gera betur, bara enn þá betur, láta boltann rúlla frekar og refsa þeim, við erum með gott fótboltalið en því miður fórum við dálítið í langa boltann og náðum ekki alveg að spila okkar leik, shapeið á liðinu hefði mátt halda betur og láta ÍRingana aðeins vera með boltann og koma kannski betur á okkur ekki bara beita skyndisókn allan tímann, þær voru hættulegar og sköpuðu hættu við mark okkar. Ég hefði viljað halda boltanum hærra upp á vellinum og skapa fleiri færi".

Adam Örn og Bogdan Bogdanovic fóru báðir meiddir út af velli í dag, spurt var um líðan þeirra. 

„Ég er ekki alveg klár á því en vonast að þeir verða tilbúnir í næsta leik, við höfum viku í það sirka og þeir þurfa að hugsa vel um sig og passa sig".

Viðtalið við Ágúst má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner