Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 19:41
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ósáttir að hafa ekki klárað þetta, fengum fullt af færum í lokin til þess að klára þetta og svo eitt svona móment þar sem við smá missum einbeitinguna og fáum mark. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik, svo komu fyrstu tuttugu í seinni vorum við ekkert spes, svo jafna þeir leikinn svo tökum við aftur yfir leikinn algjörlega fannst mér, við fáum tvö þrjú dauðafæri til þess að klára þetta, það gekk ekki í dag" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Leikni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍR

Þið spilið miklu betri í fyrri hálfleik og eigið mjög góð tækifæri, svekkelsi að klára ekki?

„Klárlega, við vorum komnir meiri yfir en þetta er bara svona, svona er fótboltinn, 1-0 er hættuleg forysta og við fengum að finna á því í dag".

Jóhann var ánægður með spilamennskuna þrátt fyrir þrír byrjunarliðs leikmenn voru ekki með.

„Ég var ánægður með spilamennskuna, við vorum með tvo menn í banni og hægri bakvörðurinn okkar smá slappur þannig að við misstum hann út líka í byrjunarliðinu, við gerðum breytingar og menn koma inn og stóðu sig vel, fullt af leikmönnum sem voru með fína frammistöðu".

Það urðu smá læti í teig Leiknis á 90. mínútu.

„Ég sá það ekki alveg, ég held ekki neitt, þetta er bara Breiðholtslagurinn, ég held að þetta hafi ekki verið neitt, leikurinn var bara mjög vel dæmdur, það var ekki vandamál aðallega".

Jóhann segir að hópurinn er góður.

„við erum með fullt af strákum og mjög fínan hóp, þetta er hausverkur fyrir okkur þjálfarana að velja lið".

Viðtalið við Jóhann Birni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner