
„Ósáttir að hafa ekki klárað þetta, fengum fullt af færum í lokin til þess að klára þetta og svo eitt svona móment þar sem við smá missum einbeitinguna og fáum mark. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik, svo komu fyrstu tuttugu í seinni vorum við ekkert spes, svo jafna þeir leikinn svo tökum við aftur yfir leikinn algjörlega fannst mér, við fáum tvö þrjú dauðafæri til þess að klára þetta, það gekk ekki í dag" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Leikni.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 ÍR
Þið spilið miklu betri í fyrri hálfleik og eigið mjög góð tækifæri, svekkelsi að klára ekki?
„Klárlega, við vorum komnir meiri yfir en þetta er bara svona, svona er fótboltinn, 1-0 er hættuleg forysta og við fengum að finna á því í dag".
Jóhann var ánægður með spilamennskuna þrátt fyrir þrír byrjunarliðs leikmenn voru ekki með.
„Ég var ánægður með spilamennskuna, við vorum með tvo menn í banni og hægri bakvörðurinn okkar smá slappur þannig að við misstum hann út líka í byrjunarliðinu, við gerðum breytingar og menn koma inn og stóðu sig vel, fullt af leikmönnum sem voru með fína frammistöðu".
Það urðu smá læti í teig Leiknis á 90. mínútu.
„Ég sá það ekki alveg, ég held ekki neitt, þetta er bara Breiðholtslagurinn, ég held að þetta hafi ekki verið neitt, leikurinn var bara mjög vel dæmdur, það var ekki vandamál aðallega".
Jóhann segir að hópurinn er góður.
„við erum með fullt af strákum og mjög fínan hóp, þetta er hausverkur fyrir okkur þjálfarana að velja lið".
Viðtalið við Jóhann Birni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.