
Selfoss tapaði í dag fyrir Þrótti á Avis vellinum 2-1 en með tapinu eru Selfoss komnir í fallsæti stigi á eftir Leikni og Fylki. Bjarni Jó mætti í viðtal hjá Fótbolti.net.
„Við þurfum að mæta í leiki eins og við mættum í seinni hálfleikinn, við vinnum seinni hálfleikinn. Það var alveg himin og haf milli hálfleika hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var bara handónýtur hjá okkur, vorum langt frá mönnum, börðumst illa. Það var létt að leika á okkur." sagði svekktur þjálfari Selfyssinga.
„En í seinni hálfleik tókum við á þessu eins og fullorðnir karlmenn og það var allt annað uppá teningnum. Ef við eigum að forðast fall þá þurfum við að taka allt það besta úr seinni hálfleiknum í dag með okkur inní þessa 3 leiki sem eftir eru."
Botnbaráttan er rosalega þétt í Lengjudeildinni og Selfoss verða að fara tengja saman frammistöður.
„Við erum hundsvektir að hafa ekki fengið neitt útúr þessum leik á móti best spilandi liðinu í þessari deild sem er akkúrat á toppnum núna. Þannig að það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að byggja á."
Jón Daði kom fyrr í sumar heim á Selfoss sem ætti að geta breytt miklu. Bjarni er ánægður með formið á Jóni Daða.
„Hann er í hörkufínu standi núna og hann gefur okkur náttúrulega helling eins og við sáum markið sem hann gerir, það smitar fá sér inní liðið."