
Selfoss tapaði 2-1 gegn Þrótti á Avis vellinum. Mark Selfyssinga koraði Jón Daði Böðvarsson en hann hefur skorað 3 mörk í síðustu þremur leikjum.
„Þetta er náttúrlega bara liðsíþrótt og maður reyndi bara eins og allir hinir í síðari hálfleik að koma með stíganda í þetta. Þessi fyrri hálfleikur var hræðilega lélegur hjá okkur öllum og fótbolti er 90 mínútur og þetta var bara ekki nægilega gott í dag," sagði Jón Daði.
Selfoss kom mun sterkari út í seinni hálfleik og þeir verða að byggja á honum fyrir síðustu þrjá leiki.
"Auðvelt að segja það en fótbolti snýst um action en ekki bara tala um það. Við getum tekið eitthvað jákvætt útur þessu úr síðari hálfleiknum sérstaklega ef við byrjum þannig alla leiki er aldrei að vita nema að við gerum góða hluti í síðustu þremur leikjunum."
"Ég er með háa standarda á sjálfan mig auðvitað gaman að skora og allt það en fyrst og fremst vil ég bara að liðinu gangi vel og við séum hærra á töflunni eigum að vera svona neðarlega allavega mín skoðun maður er auðvitað sáttur að skora og allt það en fótbolti snýst um 3 stig og sigra og þurfum að byggja ofan á síðari hálfleiknum og ná úrslitum.