Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Keflavík valtaði yfir Völsung
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Muhamed Alghoul skoraði tvennu
Muhamed Alghoul skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 7 - 2 Völsungur
1-0 Muhamed Alghoul ('12 )
2-0 Kári Sigfússon ('17 )
2-1 Jakob Héðinn Róbertsson ('26 )
3-1 Ásgeir Páll Magnússon ('43 )
4-1 Muhamed Alghoul ('47 )
5-1 Stefán Jón Friðriksson ('66 )
6-1 Stefan Alexander Ljubicic ('83 )
6-2 Gestur Aron Sörensson ('86 )
7-2 Marin Mudrazija ('87 )
Lestu um leikinn

Keflavík valtaði yfir Völsung í síðasta leik dagsins í Lengjudeildinni. Keflavík komst yfir snemma leiks þegar Kári Sigfússon slapp í gegn. Hann var mjög óeigingjarn og lagði boltann á Muhamed Alghoul sem skoraði í opið markið.

Stuttu síðar bætti Kári við öðru markinu þegar hann skoraði af stuttu færi.

Völsungur náði að minnka muninn þegar Jakob Héðinn Róbertsson skoraði framhjá Sindra Kristni.

Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík aftur í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar boltinn hafnaði í netinu eftir fyrirgjöf frá honum. Muhamed Alghoul skoraði sitt annað mark strax í upphafi seinni hálfleiks beint úr hornspyrnu.

Stefán Jón Friðriksson kom inn á sem varamaður og skoraði fimmta mark Keflavíkur með sinni fyrstu snertingu með skoti fyrir utan teiginn. Keflavík var ekki búið að segja sitt síðasta því Stefan Ljubicic skoraði sjötta mark liðsins.

Markaveislunni var ekki lokið því Gestur Aron Sörensson klóraði í bakkann fyrir Völsung stuttu síðar og strax í kjölfarið skoraði Marin Mudrazija sjöunda mark Keflavíkur.

Keflavík blandar sér í baráttuna um umspilssæti. Liðið er í sjötta sæti með 31 stig, þremur stigum á eftir ÍR og HK. Völsungur er í 7. sæti með 19 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir
banner