Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   sun 25. september 2016 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Gulli Jóns: Vorum ekki með fyrsta hálftímann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var sáttur eftir sigur sinna manna gegn Blikum í Pepsi-deildinni í dag.

Gulli viðurkennir að heppni hafi spilað inn í sigur Skagamanna sem áttu slakan fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Breiðablik

„Leikurinn var kaflaskiptur. Við byrjuðum hræðilega fyrsta hálftímann og vorum ekki með í leiknum. Þeir fengu ansi góð færi sem ég held að þeir ættu að nýta en við náðum einhvern veginn að halda núllinu í hálfleik," sagði Gulli eftir leik.

„Mér fannst við flottir í seinni hálfleik, virkilega þéttir, fastir fyrir og skoruðum gott mark."

Skagamenn eru með 31 stig eftir sérstaklega góðan árangur í heimaleikjum og hrósaði Gulli Hafþóri Péturssyni í hástert fyrir frammistöðu sína í sínum fyrstu tveimur leikjum í efstu deild íslenska boltans.

„Hann var mjög flottur á móti Stjörnunni og átti þar skínandi leik. Var í smá brasi í fyrri hálfleik í dag en steig svo upp og var virkilega sterkur í síðari hálfleik. Oft á tíðum er eins og hann hafi mikla reynslu á bakinu."
Athugasemdir
banner
banner