Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 14:53
Magnús Már Einarsson
KA nálgast jafnteflismetið
Úr jafntefli KA og HK í gær.
Úr jafntefli KA og HK í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA gerði 1-1 jafntefli gegn HK í gær og hefur þar með gert tíu jafntefli í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins. Liðið gæti nú bætt met yfir flest jafntefli á einu og sama tímabilinu í efstu deild.

KA hefur gert jafntefli í sjö af níu leikjum sínum á heimavelli sínum Greifavellinum. Liðið hefur unnið hina tvo heimaleiki sína.

Óskar Ófeigur Jónsson á Vísi greinir frá því í dag að KA sé að nálgast met í jafnteflum í efstu deild á einu og sama tímabilinu.

Breiðablik gerði tólf jafntefli árið 2014 en í fyrra gerði Grindavík ellefu jafntefli þegar liðið féll.

Flest jafntefli í sögu efstu deildar karla
12 - Breiðablik 2014 (22 leikir)
11 - KR 1982 (18 leikir)
11 - Grindavík 2019 (22 leikir)
10 - KA 2020 (15 leikir, 7 leikir eftir)
10 - KR 1983 (18 leikir)
10 - Stjarnan 2012 (22 leikir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner