Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 10:15
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Ekki mitt starf að halda leikmönnum ánægðum
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það sé ekki starf sitt að halda leikmönnum í hópnum ánægðum.


Sergio Romero, Chris Smalling, Phil Jones, Marcos Rojo og Andreas Pereira voru ekki í hóp gegn Crystal Palace um síðustu helgi og gegn Luton í deildabikarnum á þriðjudag.

Jesse Lingard var heldur ekki í hópnum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

„Leikmenn eru ánægðir þegar þeir spila vel og vinna leiki," sagði Solskjær.

„Það er ekki mitt starf að halda þeim ánægðum. Starf mitt er að velja leikmenn sem geta náð úrslitum. Þetta veltur á þeim að vera heilir, leggja hart að sér og vera klár þegar kallið kemur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner