lau 25. september 2021 13:17
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og KR: Óli Kalli byrjar - Kjartan Henry í banni.
Ólafur Karl í leik með FH.
Ólafur Karl í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Núna klukkan 14:00 flautar Jóhann Ingi Jónsson til leiks þegar Stjarnan og KR mætast á Samsungvellinum í Garðabæ í síðustu umferð Pepsí Max-deildar karla og hafa þjálfarar liðanna opinberað byrjunarlið sín.

Stjarnan er ekki að spila upp á neitt í kvöld en liðið er sloppið við fall. KR hinsvegar verða að vinna og treysta á að FH vinni KA fyrir norðan og Víkingur Reykjavík vinni bikarkeppnina.

Þorvaldur Örlygsson gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn HK í síðustu umferð. Ólafur Karl Finsen, Elís Rafn Björnsson, Adolf Daði Birgisson koma alliir inn í staðin fyrir Einar Karl Ingvarsson, Björn Berg Bryde og Emil Atlason.

Rúnar Kristinsson gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Víkingum í síðustu umferð. Kjartan Henry Finnbogason fékk beint rautt spjald í síðustu umferð og er hann í banni í dag. Finnur Tómas Pálmason, Kennie Knak Chopart detta einnig úr liðinu. Grétar Snær Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson og Óskar Örn Hauksson koma allir inn í liðið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Samsungvellinum!!

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen
21. Elís Rafn Björnsson
29. Adolf Daði Birgisson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
29. Stefán Árni Geirsson

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner