Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. september 2021 16:19
Brynjar Ingi Erluson
England: Vardy bætti upp fyrir sjálfsmarkið - Antonio hetjan gegn Leeds
Jamie Vardy fagnar gegn Burnley
Jamie Vardy fagnar gegn Burnley
Mynd: Getty Images
Michail Antonio gerði sigurmark West Ham undir lokin
Michail Antonio gerði sigurmark West Ham undir lokin
Mynd: EPA
Jamie Vardy bjargaði stigi gegn Burnley í 2-2 jafntefli í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Michail Antonio gerði þá sigurmark West Ham gegn Burnley í uppbótartíma í 2-1 sigri.

Vardy var nálægt því að koma Leicester yfir á 10. mínútu er Youri Tielamans átti fínustu fyrirgjöf inn í teig, þar var Vardy einn á teignum en skalli hans fór framhjá.

Hann breyttist í skúrk tveimur mínútum síðar er hann stangaði knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta kveikti í enska framherjanum og tókst honum að jafna leikinn á 37. mínútu. Aftur var það Tielemans sem opnaði vörnina, fann Vardy sem kláraði framhjá Nick Pope.

Maxwel Cornet var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley og þakkaði fyrir það með því að koma lðinu aftur yfir á 40. mínútu. Það kom fyrirgjöf á fjærstöngina og tók Cornet hann á lofti, framhjá Kasper Schmeichel og í netið.

Vardy bjargaði stiginu fyrir Leicester með marki á 85. mínútu eftir sendingu frá Kelechi Iheanacho. Pope gerði mistök með því að hlaupa út úr markinu, Vardy fór framhjá honum og skoraði í autt markið. Lokatölur 2-2.

Everton lagði Norwich, 2-0. Andros Townsend kom Everton yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu eftir að Özan Kabak braut á Allan innan teigs.

Abdoualye Doucoure tryggði svo sigurinn með góðu marki á 77. mínútu. Góður sigur Everton sem er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig.

Watford og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli. Sean Longstaff kom gestunum yfir á 23. mínútu áður en Ismaila Sarr jafnaði metin tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Michail Antonio reyndist þá hetja West Ham í 2-1 sigrinum á Leeds. Brasilíski vængmaðurinn Raphinha tók forystuna fyrir Leeds á 19. mínútu. Hann átti svo svipað færi á 35. mínútu en boltinn í stöng.

Leikmenn West Ham töldu sig hafa jafnað metin á 53. mínútu er Antonio kom boltanum í netið en VAR tók markið af þar sem Antonio var dæmdur brotlegur gegn Illan Meslier.

Fjórtán mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Junior Firpo kom boltanum í eigið net. Jarrod Bowen átti skot sem fór af Firpo og í netið.

Antonio gerði svo sigurmarkið undir lok leiks. Hann var einn gegn Meslier og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Lokatölur 2-1 fyrir West Ham sem er með 11 stig í 7. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Everton 2 - 0 Norwich
1-0 Andros Townsend ('28 , víti)
2-0 Abdoulaye Doucoure ('77 )

Leeds 1 - 2 West Ham
1-0 Raphinha ('19 )
1-1 Junior Firpo ('67 , sjálfsmark)
1-2 Michail Antonio ('90 )

Leicester City 2 - 2 Burnley
0-1 Jamie Vardy ('12 , sjálfsmark)
1-1 Jamie Vardy ('37 )
1-2 Maxwel Cornet ('40 )
2-2 Jamie Vardy ('85 )

Watford 1 - 1 Newcastle
0-1 Sean Longstaff ('23 )
1-1 Ismaila Sarr ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner