Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. september 2021 14:11
Brynjar Ingi Erluson
Formaður Fjölnis býður sig fram í varastjórn KSÍ
Kolbeinn Kristinsson er formaður knattspyrnudeildar Fjölnis
Kolbeinn Kristinsson er formaður knattspyrnudeildar Fjölnis
Mynd: Facebook
Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, hefur ákveðið að bjóða sig fram í varastjórn KSÍ en hann segir frá þessu í tilkynningu í dag.

Kolbeinn hefur öflugan bakgrunn í knattspyrnu en hann er uppalinn í Fjölni og á 48 leiki í deild- og bikar með félaginu en hann hefur einnig spilað fyrir Völsung, Björninn, Árborg, Aftureldingu. Í dag leikur hann með Vængjum Júpíters og hefur því spilað í öllum fimm deildunum.

Þar að auki hefur hann verið í fjölbreyttum verkefnum innan fótboltans. Hann hefur lokið stjórnendarnámi á vegum UEFA og setið í stjórn aðildarfélags síðastliðin sex ár.

Hann var kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fjölnis á síðasta ári og hefur nú ákveðið að bjóða sig fram í varastjórn KSÍ.

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í eitt þriggja sæta í varastjórn KSÍ á aukaþingi sem haldið verður 2. október nk.," segir Kolbeinn.

„KSÍ er leiðandi afl í íslensku íþróttalífi og ég vil taka að mér hlutverk í að byggja upp traust á sambandinu og vera hluti af sterkri heild," sagði hann ennfremur.

Framboð til stjórnar:
Ásgrímur Helgi Einarsson
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir
Gullý Sig
Helga Helgadóttir
Þóroddur Hjaltalín (varastjórn)
Kolbeinn Kristinsson (varastjórn)

Framboð til formanns:
Vanda Sigurgeirsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner