Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. september 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chalobah vill meiri spiltíma - Áhugi frá Ítalíu og Þýskalandi
Mynd: EPA

Varnarmaðurinn Trevoh Chalobah er að verða þreyttur á litlum spiltíma hjá Chelsea og vill reyna fyrir sér með öðru félagsliði ef hlutirnir breytast ekki fyrir áramót.


Chelsea hafnaði fyrirspurnum frá RB Leipzig, Inter og AC Milan í sumar þar sem öll félögin vildu fá leikmanninn lánaðan en Thomas Tuchel taldi sig hafa not fyrir hann í London.

Hinn 23 ára gamli Chalobah er aðeins búinn að spila einn leik á tímabilinu, í 2-1 sigri gegn Leicester. Þar fékk hann 90 mínútur og er vonsvikinn með að hafa ekki fengið að spreyta sig síðan.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir að Chalobah muni fara fram á að vera lánaður út í janúar ef hann fær ekki aukinn spiltíma undir stjórn Graham Potter sem var ráðinn í stað Tuchel á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner