
Það ríður mikið óveður yfir Ísland þessa helgi og hefur viðureign Þórs/KA gegn Stjörnunni verið frestað vegna veðurs.
Þá þurfti ekki að fresta viðureign Keflavík gegn ÍBV þar sem Eyjakonur lögðu snemma af stað og voru komnar upp á land á laugardaginn til að geta spilað leikinn.
Liðin eigast við í næstsíðustu umferð deildartímabilsins þar sem ekki er lengur verið að berjast um topp- eða botnsætin. KR og Afturelding eru fallin á meðan Valskonur verða krýndar sem meistarar á heimavelli gegn Selfoss næsta laugardag.
Ný tíðindi!
— Þór/KA (@thorkastelpur) September 24, 2022
Leik Þórs/KA og Stjörnunnar hefur verið frestað vegna veðurútlits og líklegra samgöngutruflana á morgun.
Nýr leikdagur verður tilkynntur fljótlega.#viðerumþórka #bestadeildin #heimavollurinn #fotboltinet pic.twitter.com/Xfk8njG0rm