Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. september 2022 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Frændi Haaland skoraði fyrir aftan miðju
Albert Tjaaland (t.v.) skoraði laglegt mark fyrir varalið Molde
Albert Tjaaland (t.v.) skoraði laglegt mark fyrir varalið Molde
Mynd: Heimasíða Molde
Albert Braut Tjaaland, frændi norska framherjans Erling Braut Haaland, skoraði fyrir aftan miðju er hann spilaði fyrir varalið Molde gegn Forde í dag.

Tjaaland, sem þykir gríðarlegt efni, var keyptur til Molde frá Bryne fyrir tveimur árum eftir að hafa skorað 68 mörk í 49 leikjum með yngri liðum Bryne.

Hann fékk sinn fyrsta leik fyrir aðallið Molde er hann kom inná sem varamaður gegn Spjelkavik í bikarnum á síðasta ári og skoraði hann nokkrum mínútum síðar.

Norðmaðurinn skoraði svo stórkostlegt mark í leik með varaliði Molde í dag gegn Forda, en það er talið með flottari mörkum ársins í Noregi. Hann fékk þá boltann fyrir aftan miðju og skaut honum yfir markvörð Forda og í netið. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Frændi Erling Haalandmeð 64 mörk í 37 leikjum


Athugasemdir
banner
banner
banner