Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 25. september 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Þetta er mér að kenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid var ekki að afsaka sig eftir 3-1 tap í nágrannaslagnum gegn Atlético Madrid.


Real var með fullt hús stiga fyrir viðureignina en tapaði eftir að hafa fengið á sig þrjú skallamörk eftir fyrirgjafir, tvö frá Alvaro Morata og eitt frá Antoine Griezmann. Toni Kroos gerði eina mark Real í leiknum með skoti utan vítateigs.

Ancelotti segist ekki geta kenna leikmönnunum um þetta tap og segist taka sökina á sjálfan sig.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og vörðumst illa. Þegar þeir komust í 2-0 spiluðu þeir sinn eigin leik og verðskulduðu sigurinn. Ég held að leikkerfið hafi ekki verið vandamálið, heldur frekar brothættur varnarleikur. Við vorum ekki nógu þéttir og þeir nýttu sér það til að skora og fara með sigur af hólmi," sagði Ancelotti að leikslokum.

„Þegar liðið gerir ekki það sem það á að gera þá er það á minni ábyrgð. Þetta er mér að kenna."

Real er með 15 stig eftir sex umferðir í spænsku deildinni og byrjaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar á sigri gegn Union Berlin. Næsti leikur liðsins er gegn Las Palmas næsta miðvikudag.


Athugasemdir
banner