Íslenska landsliðið hefur verið í Düsseldorf frá því á laugardagsmorgun í undirbúningi fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi sem fer fram í Bochum annað kvöld
Þetta er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni en stelpurnar byrjuðu á 1-0 sigri gegn Wales síðastliðið laugardagskvöld.
Þetta er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni en stelpurnar byrjuðu á 1-0 sigri gegn Wales síðastliðið laugardagskvöld.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því fyrir æfingu í dag að hann gerði ráð fyrir því að það væru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn fyrir morgundaginn.
Við spáum þess vegna því að hann muni gera eina breytingu frá leiknum gegn Wales. Það er varnarsinnuð breyting en hún er sú að Guðný Árnadóttir kemur inn fyrir Diljá Ýr Zomers hægra megin á vellinum.
Það er spurning hvort liðið muni verjast með fjögurra eða fimm manna línu á morgun. Það verður áhugavert að sjá en liðið hefur verið að vinna með nokkrar mismunandi útfærslur varnar- og sóknarlega.
Athugasemdir