Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   mán 25. september 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.

„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda." 

„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar." 

Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli. 

„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner