Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
   mán 25. september 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks hirðir boltann af Birni Snæ í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hún er mjög góð en mér fannst við byrja aðeins brösulega en svo náðum við taktinum og mér fannst við bara betri í 80 mínútur af þessum leik fannst mér." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Blika eftir leik.

„Það var gott að fara með 2-0 í hálfleik og náðum að anda aðeins léttar í síðari hálfleik en hefðum samt alveg mátt spila aðeins betur í seinni hálfleik og halda boltanum betur en þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda." 

„Mér fannst við betri í baráttunni í dag og þetta snýst eiginlega alltaf um það á milli þessara tveggja liða, bara hver byrjar betur á að tækla og ýta mönnum og sparka í menn og mér fannst við vera yfir í dag þar." 

Það var gríðarleg stemning í stúkunni í kvöld og skiptust stuðningsmenn á að syngjast á milli. 

„Það er geggjað og loksins kom það. Við erum búnir að vera bíða aðeins eftir því í sumar að fleirri stuðningsmenn myndu mæta á leiki hjá okkur þannig það var bara frábært að sjá þetta, báðir stuðningsmenn bara frábærir." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir