Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. október 2020 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvað er ég að gera hérna?" - Solskjær segir mönnum að hafa ekki áhyggjur
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek gekk í raðir Manchester United í sumar. Donny kom frá Ajax þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár en hefur ekki fengið margar mínútur á þessari leiktíð í lið Ole Gunnars Solskjær.

Donny hefur byrjað einn leik til þess og var það gegn Brighton í deildabikarnum. Í gær var hann ónotaður varamaður í 0-0 jafntefli gegn Chelsea og furðuðu Patrice Evra og Gary Neville sig á stöðu mála. Evra sem er fyrrum leikmaður United var sérfræðingur í kringum leikinn á Sky Sports og Gary Neville var aðstoðarlýsingarmaður.

Evra gekk svo langt að segja að United þurfi ekki á Donny að halda og Neville sagði að Donny væri líklegast að spyrja sig að því hvað hann væri að gera að vera á þessum stað.

Ole var spurður út í stöðu Donny í viðtali eftir leik. „Ekki hafa áhyggjur af því hvenær Donny fær að byrja. Hann mun fá leiki, ekki hafa áhyggjur. Það er auðvelt að segja hverjir eiga að spila en erfiðara hverjir eigi ekki að spila," sagði Solskjær.

Sjá einnig:
Ziyech: Nauðsynlegast fyrir Donny að halda sér rólegum




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner