Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur til mikilla vandræða í stórleiknum í Frakklandi
Áhorfandi komst í snertingu við Messi.
Áhorfandi komst í snertingu við Messi.
Mynd: EPA
Ekkert löglegt mark var skorað þegar Paris Saint Germain og Marseille mættust í stórleik umferðarinnar í frönsku deildinni. Leikurinn fór fram í gær og verður hans helst minnst fyrir ólæti áhorfenda.

Bæði í fyrri og seinni hálfleik þurfti að stöðva leikinn tímabundið þar sem áhorfendur voru að grýta flöskum að Neymar þegar hann var að taka hornspyrnur. Öryggisverðir notuðu hlífðarskildi til að koma í veg fyrir að flöskur færu í brasilíska sóknarmanninn.

Þá hljóp áhorfandi inn á völlinn í seinni hálfleik og komst í snertingu við Lionel Messi (sem á enn eftir að skora deildarmark í Frakklandi).

Báðum liðum tókst að koma boltanum í markið í leiknum en mörkin voru dæmd af með VAR, í bæði skiptin vegna rangstöðu.

PSG lék einum færri í rúman hálftíma þar sem Achraf Hakim fékk rauða spjaldið. Á meðan dómari leiksins var að skoða atvikið í VAR skjánum var leysigeisla beint í augun á honum úr stúkunni.

0-0 endaði leikurinn og PSG er ósigrað eftir ellefu leiki í Frakklandi og er með sjö stiga forystu á Lens sem er í öðru sæti. Nice er í þriðja og svo kemur Marseille í því fjórða.
Athugasemdir
banner
banner