Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Pabbi er flottur á Twitter
Icelandair
Karólína og Steini á fundinum í dag.
Karólína og Steini á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í leiknum.
Karólína átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í stöðu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á fréttamannafundi í síðustu viku. Karólína var ekki í leikmannahópi Bayern Munchen í síðasta leik fyrir landsliðsverkefnið.

Þorsteinn talaði um að staðan væri áhyggjuefni og vonaðist til að staðan myndi breytast. Faðir Karólínu setti inn færslu á Twitter þar sem hann tjáði sig um málið, færsluna má sjá hér neðst.

Lestu meira um málið:
Staða Karólínu áhyggjuefni - „Ég er ekki að fara væla í þjálfaranum hennar"
Pabbi Karólínu: Á frekar að spila í miðlungsdeildum en æfa með þeim bestu?

Karólína sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er heimaleikur gegn Kýpur á morgun. Hún var spurð út í sína skoðun á því að vera spila minna og vera í stórliði.

„Það er engin skömm að því að detta einu sinni út úr hóp hjá einu besta félagsliði heims, ég er búin að ganga í gegnum meiðsli og annað. Það var aðallega að umræðan var svolítið neikvæð. En pabbi er flottur á Twitter, hann má eiga það. Það er hins vegar gott á millri alla og ekkert vesen.“

Hver er þín staða hjá Bayern?

„Eftir leikinn síðasta fór ég bara beint hingað. Mögulega ef ég spila vel hér þá mun ég nálgast meira. Ég er búinn að vera í hópnum alltaf nema núna seinast. Þá kom þýskur landsliðsmaður að koma aftur eftir meiðsl. Þetta er mikil samkeppni og maður þarf að vera á tánum."

„Það er alltaf markmiðið að koma mér aftur í hópinn og það er bara spurning hvort það sé næsti leikur eftir verkefnið eða hvort ég þurfi að bíða aðeins lengur. Ég er með mikið keppnisskap og mun ekki hætta fyrr en ég er komin aftur í hópinn."


Aðallega að skjóta á blaðamennina
Landsliðsþjálfarinn var einnig spurður út í málið. Vilt þú eitthvað tjá þig um Twitter færslu Villa og áttiru einhver samskipti við hann?

„Við Villi erum góðir félagar. Ef ég skil þetta rétt þá var hann aðallega að skjóta á blaðamennina en ekki mig, hvernig þeir nálguðust þetta. Ég er sallarólegur og eins ég hef sagt áður þá er gagnrýni á mig sem þjálfara um val á liði er bara góð. Það sýnir að það er samkeppni í liðinu og sýnir að við höfum úr leikmönnum að velja. Á meðan hún er málefnanleg og eðlileg þá hef ekkert við hana að athuga," sagði Steini.


Athugasemdir
banner