Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 25. október 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samkeppnin að aukast - „Djókum og erum svo orðnar sáttar"
Icelandair
Karó af velli og Alex kom inn.
Karó af velli og Alex kom inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herbergisfélagarnir.
Herbergisfélagarnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkeppnin er bara að aukast sem er bara jákvætt.
Samkeppnin er bara að aukast sem er bara jákvætt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkeppnin er mikil í íslenska kvennalandsliðinu og margar sem gera tilkall til að spila leikina. Fyrir leikinn gegn Tékklandi gerði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum á undan gegn Hollandi.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn í liðið fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur og Guðrún Arnardóttir kom inn fyrir Ingibjörgu Sigurðardóttur.

Sjá einnig:
Átt ekki fast sæti þó svo þú spilir alltaf í sama treyjunúmeri

Karólína Lea og Þorsteinn sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Þau voru spurð út í samkeppnina.

Samkeppnin er að aukast
Þú þurftir að tilkynna leikmönnum sem hafa verið í byrjunarliðinu undanfarin ár að þær myndu ekki byrja. Finnst þér samkeppnin hafa aukast í þinni tíð? Finnuru fyrir því að það er meiri hausverkur að velja liðið?

„Ég held að þessi þróun hafi átt sér stað undanfarin ár. Ungir leikmenn að koma inn og eldri leikmenn sem hafa verið í svolítinn tíma eru áfram t.d. úti í atvinnumennsku, á góðum stað. Samkeppnin er bara að aukast sem er bara jákvætt. Þetta var byrjað að þróast og ég tek við góðum leikmannahópi. Leikmönnum sem gera tilkall til að vera í landsliðinu er alltaf að fjölga," sagði Steini.

Fékk að finna fyrir því gegn Hollandi og herbergisfélaginn núna síðast
Karólína var spurð hvernig hún upplifði samkeppnina í liðinu.

„Ég held að Steini geti ekki kvartað yfir því. Ég fékk að finna fyrir samkeppninni fyrir leikinn gegn Hollandi og Alex[andra] gegn Tékklandi. Þetta er bara skemmtilegt og maður þarf bara að leggja meira á sig. Auðvitað eru sumar með meira keppnisskap en aðrar en það eru allar í þessu saman og allar að vinna að sama verkefni," sagði Karólína.

Talandi um keppnisskapið, eru einhverjar sem taka samkeppninni illa?

„Nei, nei. Það eru allir hressir. Maður kyngir þessu á æfingunni og svo er maður bara glaður í hádegismatnum."

Fær frelsi að koma með einhver „skemmtilegheit"
Kom þér það á óvart að þú varst í byrjunarliðinu á föstudaginn?

„Nei, ég reyni alltaf að gera mitt besta á æfingum. Svo er það bara undir Steina komið að velja liðið. Mér finnst ég koma með ró inn á miðjuna og svo fæ ég smá frelsi frá Steina að koma með einhver skemmtilegheit. Ég er meira sóknarsinnuð en kannski hinar á miðjunni. Svo sér maður til á morgun hvort maður gerði nógu vel til að fá að byrja aftur."

Eru alltaf glaðar
Þú og herbergisfélaginn, Alexandra, hafið ekki verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum á víxl. Hvernig er stemningin í herberginu þegar önnur ykkar er í byrjunarliðinu en ekki hin?

„Við erum alltaf glaðar, alltaf gaman að koma inn í herbergið. Við djókum og erum svo orðnar sáttar. Það er aldrei vesen."
Athugasemdir
banner
banner