Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 25. nóvember 2020 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona tók La Bombonera á móti Maradona fyrr á árinu
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Þau sorglegu tíðindi bárust í dag að Diego Armando Maradona hefði kvatt þennan heim. Hann var 60 ára gamall.

Samkvæmt argentískum fjölmiðlum fékk Maradona hjartaáfall á heimili sínu.

Forseti Argentínu, Alberto Fernandez, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir andlát Maradona. Hann var aðalmaðurinn í liði Argentínu sem vann HM 1986 og er hetja í landinu.

Á ferli sínum spilaði hann meðal annars fyrir Boca Juniors, Barcelona og Napoli. Hann er í guðatölu hjá þessum félögum.

Það sást vel fyrr á þessu ári að hann sé í guðatölu hjá stuðningsmönnum Boca þar sem hann spilaði frá 1981-82 og aftur 1995-97. Maradona mætti á La Bombonera, heimavöll Boca, sem þjálfari Gimnasia de La Plata og móttökurnar sem hann fékk voru rosalegar.

Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig var tekið á móti honum á La Bombonera.

Búið er að fresta leik Boca Juniors og Internacional sem átti að fara fram í nótt vegna andláts Maradona.

La Bombonera greeting Maradona earlier this year. RIP from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner