fim 25. nóvember 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Þakklátur fyrir tímann upp á Skaga - „Gaman að þetta hafi endað svona"
Sindri Snær Magnússon
Sindri Snær Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sindri Snær Magnússon gekk í raðir Keflavíkur á dögunum frá ÍA eftir að hafa spilað síðustu þrjú tímabil upp á Akranesi en hann var afar ánægður með tímann hjá þeim gulklæddu.

Sindri hefur spilað með fjórum félögum í efstu deild hér á landi en hann spilaði fyrst með Breiðabliki eftir að hafa komið frá ÍR árið 2012.

Þegar hann samdi við ÍA árið 2019 var hann með reyndustu mönnum liðsins og verið alger lykilmaður á miðsvæðinu en hann fór aðeins yfir árangur liðsins í sumar.

ÍA þurfti á kraftaverki að halda í síðustu leikjum sumarsins en Skagamenn þurftu að vinna síðustu þrjá leiki sína til að halda sér uppi. Það tókst á ótrúlegan hátt þar sem liðið vann einmitt Keflavík í lokaumferðinni eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Mjög mikið, annars hefði þetta ekki gengið. Það voru fjórir leikir eftir og við þurftum að fá sjö til tíu stig var svona fyrst en svo töpuðum við leiknum úti á móti KA þá vissum við að þetta yrði eiginlega að vera níu stig eða sjö stig í draumaheimi ef hin liðin myndu misstíga sig. Við vinnum fyrsta leikinn og hin liðin ná í stig líka og því augljóst að við þyrftum að vinna rest."

„Auðvitað höfðum við trú á því þótt við höfðum aðeins unnið þrjá leiki fyrir síðustu þrjá leikina og unnum síðan síðustu þrjá. Þú verður að hafa trú í fótbolta annars gerist ekkert. Það var barið í okkur trú líka í þjálfaraliðið í kring sem hafði þvílíka trú."

„Við ætluðum bara að vinna og það voru allir stilltir á það. Ef þú sérð töfluna og sást leikina sem voru framundan að það var augljós að ef þú myndir tapa leik þá ertu úr. Síðan byrjaru að vinna einn, svo tekur þú næsta og næsta. Gaman að þetta gekk og að þetta hafi endað svona,"
sagði Sindri við Fótbolta.net í gær.

Hann er ánægður með tímann hjá ÍA og dregur mikinn lærdóm af því.

„Frábæran, lærdómsríkan og mjög skemmtilegt verkefni. Ég kem inn sem einn af eldri leikmönnum. Þetta er mjög skemmtilegt starf upp á Skaga að vera að selja leikmenn og vera að gefa ungum, uppöldum og strákunum í kring tækifæri. Þannig það er skemmtilegt verkefni að fá að vera einn af þeim sem á að sýna smá lit og vera fyrirmynd fyrir aðra."
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Athugasemdir
banner
banner
banner