banner
   fös 25. nóvember 2022 21:02
Brynjar Ingi Erluson
HM: Lítið fjör er England og Bandaríkin skildu jöfn
Mynd: EPA
England 0 - 0 Bandaríkin

England og Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli í B-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld. Margir fótboltaáhugamenn biðu spenntir eftir þessum leik en það er alveg óhætt að segja að hann hafi verið mikil vonbrigði.

Harry Kane, fyrirliði Englands, var ekki langt frá því að koma Englendingum yfir snemma leiks en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.

Besta færi Bandaríkjanna fékk Christian Pulisic er hann hamraði boltanum í þverslá á 32. mínútu.

Mason Mount gat komið Englendingum í forystu undir lok fyrri hálfleiks en Matt Turner sá við ágætu skoti hans.

Undir lok leiksins gat Harry Kane unnið leikinn fyrir England er Luke Shaw átti laglega aukaspyrnu inn í teiginn en skalli Kane fór yfir.

Lokatölur 0-0 í fremur bragðdaufum leik. England er með 4 stig á toppnum en Bandaríkin með tvö stig í 3. sæti. Íran er í 2. sæti með 3 stig og Wales er svo í neðsta sæti með 1 stig. Allt opið fyrir lokaumferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner